Sigrarnir koma ekki af sjálfu sér - Mætum öll 1. maí!

Dagskrá

13:00 Safnast saman á Skólavörðuholti.

13:30 Gangan hefst og fer niður Skólavörðustíg, Bankastræti og Austurstræti að Ingólfstorgi. Lúðrasveit verkalýðsins og Lúðrasveitin Svanur spila á Skólavörðuholti og síðan í göngunni niður á Ingólfstorg.

14:00 Útifundur hefst á Ingólfstorgi.

Fundarstýra er Kolbrún Dögg Kristjánsdóttir sviðshöfundur og listakona. Táknmálstúlkar verða Margrét Baldursdóttir og Lilja Íris Long Birnudóttir. Dagskráin verður jafnframt textatúlkuð á ensku.

Ræðu flytja Karla Esperanza Barralaga Ocón starfskona í umönnun, trúnaðarmaður og stjórnarmaður í Eflingu og Jóhanna Bárðardóttir rafveituvirki, rafvirki og trúnaðarmaður RSÍ.

Rauðsokkur segja nokkur orð.

Mammaðín og Una Torfa munu taka lagið og í lok fundarins verður samsöngur.

Hátíðarhöld á vegum stéttarfélaganna á Akureyri.

Kröfuganga

Kl. 13:45 – Göngufólk safnast saman við Alþýðuhúsið
Kl. 14:00 – Lagt af stað við undirleik Lúðrasveitar Akureyrar

Hátíðardagskrá í HOFI að lokinni kröfugöngu

  • Kynnir – Eyrún Huld Haraldsdóttir
  • Ávarp 1. maínefndar stéttarfélaganna – Bethsaida Rún Arnarson
  • Aðalræða dagsins – Anna Júlíusdóttir, formaður Einingar-Iðju

Skemmtidagskrá

  • Leikfélag Menntaskólans á Akureyri sýnir atriði úr Galdrakarlinum í OZ
  • Karlakór Akureyrar Geysir syngur tvö lög og leiðir samsöng í lokin

Félag Málmiðnaðarmanna Akureyri, Rafiðnaðarfélag Norðurlands, Byggiðn – félag byggingarmanna, Sameyki – Stéttarfélag í almannaþjónustu, Kjölur – Stéttarfélag starfsmanna í almannaþjónustu, Eining-Iðja, VM – Félag vélstjóra og málmtæknimanna, Félag verslunar- og skrifstofufólks Akureyri, Kennarasamband Íslands

Lúðrasveit Selfoss og Hestamannafélagið Sleipnir leiða kröfugöngu kl. 11:00 frá Austurvegi 56 að Hótel Selfossi þar sem dagskrá og skemmtun fer fram.

  • Kynnir – Helga Kolbeinsdóttir frá FOSS
  • Ræðumaður – Halla Gunnarsdóttir, formaður VR
  • Frá námsmönnum – María Friðmey Jónsdóttir, FSU
  • Júlí og Dísa taka lagið
  • Leikfélag Hveragerðis með lög úr Ávaxtakörfunni
  • Fimleikadeildin sér um andlitsmálun
  • Kaffi og veitingar

Hátíðin hefst kl. 14:00 á Fosshótel Húsavík.

Boðið verður upp á veglegt kaffihlaðborð, hátíðarræður, auk þess sem heimamenn í bland
við góða gesti munu sjá um að skemmta gestum með hreint út sagt mögnuðum tónlistaratriðum.

Dagskrá:

  • Ruth Ragnarsdóttir syngur Maístjörnuna við undirleik Ísaks M. Aðalsteinssonar
  • Ávarp: Guðmunda Steina Jósefsdóttir stjórnarkona í Öldunni stéttarfélagi
  • Tónlistaratriði: Ágúst Þór Brynjarsson syngur og leikur nokkur lög
  • Hátíðarræða: Ósk Helgadóttir varaformaður Framsýnar
  • Tónlistaratriði: Heiðdís Hanna Sigurðardóttir söngkona syngur nokkur lög við undirleik
  • Tónlistaratriði: Friðrik Aðalgeir Guðmundsson og Sóley Eva Magnúsdóttir spila og syngja
  • Tónlistaratriði: Páll Rósinkranz og Grétar Örvarsson flytja eftirlætis lög Íslendinga

Meðan á hátíðarhöldunum stendur verður gestum boðið upp á kaffihlaðborð í boði stéttarfélaganna.

Þingeyingar og landsmenn allir, tökum þátt í hátíðarhöldunum og drögum fána að hún á hátíðar- og baráttudegi verkafólks 1. maí 2025. Í tilefni af kvennaárinu 2025 hvetjum við konur til að klæðast íslenska þjóðbúningnum en hátíðarhöldin í ár eru tileinkuð þeim baráttukonum sem mörkuðu sporin.

Á þessum degi fögnum við því sem áunnist hefur í réttindabaráttu verkafólks og óskum öllum til hamingju með daginn.

Í tilefni að 50 ára afmæli frá kvennafrídegi munu konur vera áberandi í dagskrá baráttufundarins.

Stéttarfélögin á Suðurnesjum bjóða félagsfólki og öðrum íbúum svæðisins á baráttufund í Stapa, Hljómahöll 1. maí kl. 14:00 – 16:00 og eru öll velkomin á meðan húsrúm leyfir.

Dagskráin
Húsið opnar kl. 14 og tekur lúðrasveit tónlistarskóla Reykjanesbæjar á móti fólki.

Guðbjörg Kristmundsdóttir formaður VSFK setur dagskrá og kynnir.

Ræðumaður dagsins er Saga Kjartansdóttir sérfræðingur í Vinnumarkaðsmálum ASÍ.

Fríða Dís tekur nokkur vel valin lög.

Leikfélag Keflavíkur kemur með innslag og Kvennakór Suðurnesja slær botn í dagskrána.

Kröfuganga frá Þjóðbraut 1 – kl. 14:00

Hátíðar og baráttufundur í sal eldri borgara – Dalbraut 4, að lokinni kröfugöngu.

  • Vilhjálmur Birgisson formaður VLFA flytur hátíðarræðu
  • Kvennakórinn Ymur flytur nokkur lög
  • Veitingar að hætti kórfélaga að dagskrá lokinni

Bíósýningar fyrir börn

  • Bíóhöllin kl. 13:00 og 16:00 (ath. númeruð sæti)
  • Miða má nálgast á midix.is

Ísafjörður

Lagt verður af stað frá Alþýðuhúsinu á Ísafirði kl. 14:00
Gengið verður að Pollgötu og þaðan niður að Edinborgarhúsinu með Lúðrasveit Tónlistarskóla Ísafjarðar í fararbroddi.

Dagskrá í Edinborgarhúsinu

  • Kynnir – Bryndís G. Friðgeirsdóttir
  • Lúðrasveit Tónlistarskóla Ísafjarðar
  • Ræðumaður dagsins – Guðrún Finnbogadóttir
  • Kvennakór Ísafjarðar
  • Pistill dagsins – Sigríður Gísladóttir
  • Tónlist – Leikhópur Halldóru syngur lög úr teiknimyndum
  • Dagný Hermannsdóttir syngur nokkur lög

Kvikmyndasýningar í Ísafjarðarbíói – frítt í boði stéttarfélaganna

  • Ofur Kalli kl. 14:00 og 16:00
  • Thunderbolts kl. 20:00

Suðureyri

Kröfuganga frá Brekkukoti kl. 14:00.
Boðsund barna í Sundlaug Suðureyrar.
Hátíðardagskrá í Félagsheimili Súgfirðinga:

  • Kaffiveitingar
  • 1. maí ávarp
  • Ræða dagsins
  • Söngur og tónlistarflutningur

Patreksfjörður

Kvikmyndasýningar

  • Ofur Kalli kl. 16:00
  • Thunderbolts kl. 20:00

Baráttufundur í Dalabúð hefst kl. 14:30

Ávarp – Sólrún Ýr Guðbjartsdóttir, kennari í Auðarskóla
Kynnir – Þóra Sonja Helgadóttir, verkefnastjóri Kjalar í Stykkishólmi

  • Tónlistaratriði frá Tónlistarskóla Auðarskóla
  • Þorrakórinn tekur lagið

Kaffihlaðborð að fundi loknum
Skátafélagið Stígandi sér um veitingar í umsjón Katrínar Lilju

Við fögnum 1. maí í Akóges og minnumst þess að í ár eru 50 ár liðin frá Kvennafrídeginum og mun dagurinn taka mið af því.

Húsið opnar kl. 14:00

  • Tekið verður á móti börnum á öllum aldri með andlitsmálningu og blöðrum.
  • Allir fá “Hölluklút” um hálsinn.
  • Ávarp, kaffi, vöfflur og fleira á boðstólnum.
  • Konur úr kvennakór Vestmannaeyja flytja nokkur lög.
  • Tónlistarveisla frá Tónlistarskóla Vestmannaeyja sem sér að vanda um tónlistarflutninginn.

Allir velkomnir og aðgangur að sjálfsögðu ókeypis.

Kaffiveitingar verða að venju í Félagsheimilinu á Blönduósi.

Dagskráin hefst kl. 14:00
Boðið verður upp á frábæra tónlist og söng.

Ræðumenn dagsins:
Helga Margrét Jóhannesdóttir yfirhjúkrunarfræðingur
og Birgitta H Halldórsdóttir rithöfundur.

Afþreying fyrir börn.

12:00 bíó fyrir yngstu kynslóðina í Óðal – popp og svali í boði.

14:00 Baráttufundur í Hjálmaklettir

Dagskrá:

Ávarp formanns Stéttarfélags Vesturlands – Silja Eyrún Steingrímsdóttir

Ræðumanneskja dagsins – Kristín Heba Gísladóttir framkvæmdarstjóri Vörðu

Leikfélagið Kopar með atriði úr Með allt á hreinu

Guðrún Katrín Sveinsdóttir söngkona

Barakórur – kvennakór BARA bars

Soffía Björg söngkona

Internasjónallinn.

Félögin bjóða samkomugestum upp á kaffiveitingar að fundi loknum. – Nemendur 9. Bekkjar Grunnskóla Borgarnes ásamt foreldrum sjá um veitingarnar.

Opið hús VLFS 13:00 – 15:00

Allir velkomnir

  • Kynnir – Guðrún Elín Pálsdóttir
  • Ávarp – Björg Bjarnadóttir, framkvæmdastýra SGS
  • Tónlist – Fríða Hansen og Alexander Freyr
  • Kvenfélagið Unnur sér um veitingar
  • Blöðrur og sleikjó fyrir börnin
  • 3. hæð í Miðjunni, Hellu

1. maí samkomur Verkalýðsfélags Snæfellinga,
Kjalar og Sameykis verða haldnar sem hér segir:

Í Stykkishólmi hefst dagskrá kl. 13:30 á Fosshótel Stykkishólmi

Kynnir: Vignir Smári Maríasson formaður Vlf. Snæfellinga.
Ræðumaður: Valmundur Valmundsson formaður SSÍ

  • Tónlistaratriði frá Tónlistarskóla Stykkishólms
  • Skemmtiatriði: Lalli töframaður
  • Fosshótel Stykkishólmi sér um kaffveitingar

Í Grundarfirði hefst dagskrá kl. 14:30 í Samkomuhúsi Grundarfjarðar

Kynnir: Sævör Þorvarðardóttir fulltrúi Sameykis stéttarfélags
Ræðumaður: Valmundur Valmundsson formaður SSÍ

  • Tónlistaratriði frá Tónlistarskóla Grundarfjarðar
  • Skemmtiatriði: Lalli töframaður
  • Kvenfélagið Gleym-mér-ei sér um kaffveitingar

Í Snæfellsbæ hefst dagskrá í Klifi kl. 15:30

Kynnir: Vignir Smári Maríasson formaður Vlf. Snæfellinga.
Ræðumaður: Valmundur Valmundsson formaður SSÍ

  • Tónlistaratriði frá Tónlistarskóla Snæfellsbæjar
  • Skemmtiatriði: Lalli töframaður
  • Félag eldri borgara í Snæfellsbæ sér um kaveitingar

Félagsmenn og aðrir íbúar eru hvattir til að mæta og eiga saman góðan dag.
Börn verða að vera í fylgd með fullorðnum.

AFL Starfsgreinafélag sendir félagsmönnum baráttukveðjur í tilefni dagsins.

1. maí hátíðarhöld AFLs Starfsgreinafélags.
Boðið verður upp á súpu undir ávarpi félagsins sem fara fram á milli kl. 12:00 og 13:00.
Hátíðarhöldin verða á eftirtöldum stöðum:

  • Vopnafirði, – Félagsheimilinu Miklagarði – Sverrir Mar Albertsson flytur ávarp
  • Borgarfirði eystri – Álfheimum – Lilja Björk Ívarsdóttir flytur ávarp
  • Seyðisfirði – Félagsh. Herðubreið – Kristján Eggert Guðjónsson flytur ávarp
  • Egilsstöðum – Hótel Héraði – María Von Pálsdóttir flytur ávarp
  • Reyðarfirði – Heiðarbær –Eygló Halla Ingvadóttir flytur ávarp
  • Eskifirði – Melbær- Jón Kristinn Arngrímsson flytur ávarp
  • Neskaupstað – Hótel Hildibrand- Ásdís Helga Jóhannsdóttir flytur ávarp
  • Fáskrúðsfirði – Glaðheimum – Pálína Margeirsdóttir
  • Stöðvarfirði – Grunnsk. Stöðvarfirði – Sverrir Kristján Einarsson flytur ávarp
  • Breiðdalsvík – Hamar kaffihús – Guðný Harðadóttir flytur ávarp
  • Djúpavogi – Hótel Framtíð – Hjördís Þóra Sigurþórsdóttir flytur ávarp
  • Hornafirði – Heppa restaurant- Guðrún Ingimundardóttir flytur ávarp

Hátíðardagskrá í Holti

  • Vortónleikar Tónlistaskóla Langanesbyggðar í Holti byrja kl. 15:00
  • Glæsilegt kaffihlaðborð í Holti. Kvenfélagið í Þistilfirði sér um veitingar.